DE IT FR ES BR HU C MA TR

Alþjóðleg Nietzsche-rannnsóknarhópurinn (INFG)

Alþjóðleg Nietzsche-rannnsóknarhópurinnAlþjóðleg Nietzsche-rannnsóknarhópurinn, INFG, er staðsettur við Stuttgarter Research Centre for Text Studies þar sem boðið er upp á aðstöðu fyrir innlenda og erlenda Nietzsche-fræðinga, sem fara þvert á aðgreiningu heimspeki og bókmennta í rannsóknum sínum.
125 árum eftir að Friedrich Nietzsches þagnaði hefur heimspeki hans verið túlkuð með margvíslegum hætti. Flestir túlkendur hans hafa kosið að nálgast heimspeki hans með því að einbeita sér að innihaldi hennar. Fram á þennan dag er vanalegt að túlka texta hans óháð aðstæðum og formi þeirra, að hirða ekki um muninn á óbirtum skrifum hans og útgefnum ritum, að setja svokallaða “afórisma” í samhengi kerfis og kenninga.

Það sem aftur á móti sameinar Nietzsche-rannsóknarhópinn í Stuttgart er sú sannfæring að ekki sé hægt að líta fram hjá framsetningarmáta textanna við túlkun þeirra og að þá beri að skilja sem sjálfstætt form hugleiðinganna. Í rannsóknum sínum leitast meðlimir hópsins þess vegna við að draga fram heimspekilegt vægi framsetningarmáta Nietzsches og vekja umræðu um þá. Tilraunir eru gerðar með túlkanir sem eru and-goðsagnakenndar, sem eru í senn næmar á listræn stílbrögð og efla næmi fyrir þeim, jafnframt því sem varpað er ljósi á víxlverkun forma og heimspekilegs innihalds.
Listi framsetningarmáta sem kalla á sjálfstæðar og samanburðar-rannsóknir er langur. Þegar á heildina eru litið er að finna meðal þeirra eftirfarandi flokka og textafbrigði:

Í smærra samhengi er einnig að finna stílbrögð eins og:

og margt fleira.

Í vinnusmiðjum sínum mun Alþjóðleg Nietzsche-rannnsóknarhópurinn helga sig einum framsetningarmáta í einu og reyna að draga fram birtingarmyndir og virkni þeirra í heildaverki Nietzsches.